Fréttir
24. apr. 2021
Bleikjan mætt í þjóðgarðinn á Þingvöllum!
 
Guðjón Þór Þórarinsson kíktí í þjóðgarðinn í morgun og honum til undrunar þá var bleikjan mætt og var að sýna sig mikið í yfirborðinu. Hann tók tvær fallegar bleikjur á lítinn Peacock nr. 16 með kúlu og frúin hans fékk eina á lítinn Krókinn. Þetta er mikið fangaðarefni fyrir bleikjuunnendur að bleikjan sé mætt! Fyrir sumar er þetta stærri frétt en að lóan sé komin.
 

Bleikjurnar tvær sem Guðjón fékk í morgun á lítinn Peacock nr. 16.
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 
 

Fréttasafn

Veldu ár: