Það er úr miklu að moða þegar kemur að ráðleggja við val á flugum í vatnaveiðina, enda hægt að velja úr þúsunum flugna.   
Gott er að vera með úrval af púpum, púpum með kúluhaus, straumflugum og nokkrar þurrflugur til að velja úr.  Flugnaval fer yfirleitt eftir reynslu og smekk hvers og eins.

 

Til að einfalda hlutina fyrir byrjendum nefnum við hér fyrir neðan fimm flugur í hverjum flokki, en þessar flugur ættu að geta afgreitt flest skilyrði í silungsveiði. 

Púpur:

Krókurinn
Peacock
Watson Fancy
Killer
Pheasant tail
 

Þurrflugur:

Black Gnat 
Klinkhammer
Evrópa
Royal Coachman
Adams
 

Straumflugur:

Black Ghost
Nobbler
Dýrbítur
Bleik og blá
Heimasætan
 

Auðvelt er að nálgast myndir af þessum flugum með hjálp leitarvéla á netinu og á heimasvæðum veiðivöruverslana.  Fyrir þá sem vilja hnýta sínar flugur sjálfir má finna uppskriftir og kennslumyndbönd á Youtube.

 

Gangi ykkur vel!

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kaupa – Heildsala
Næsta frétt
Disinfection of Fishing Tackle.